Tímabókunarkerfi

Eitt fullkomnasta tímabókunarkerfið á markaðinum í dag.

Sjálfvirk tímabókun og tímaskipulag á vefsvæðinu þínu.

Fullkomlega sérsniðið bókunarform með möguleikum netgreiðslum, SMS og tölvupóst tilkynningum og Google Calendar samstillingu.

dagatal

  • Sérsniðið bókunarform sem hægt er að nota á hvaða tæki sem er
  • Síunarlegur, flokkaður og leitanlegur bókunarlisti sem þú getur prentað út eða flutt út í CSV
  • Ótakmarkaður fjöldi starfsmanna með einstakar vinnuáætlanir, verð og möguleika til að stjórna prófílum sínum og bókunardagatali á netinu
  • Ótakmarkaður fjöldi þjónustu sem þú getur flokkað í flokka og stillt einstaka liti til að auðvelda skoðun í bókunardagatali
  • Inn- og útflytjanlegur  viðskiptavinahópur með ótakmarkaðan viðskiptavinalista sem sýnir greiðslutölfræði og innri athugasemdir um viðskiptavininn
  • Ýmis sniðmát fyrir sérhannaðar tölvupóst- og SMS-tilkynningar
  • Tvíhliða samstilling á milli tímabókunarkerfis og Google Calendar sem endurspeglar sjálfkrafa allar uppfærslur í tímabókunarkerfinu í Google Calendar þínum
  • Samþætting við Rapyd greiðslugátt, listi yfir frágengnar og óafgreidd greiðslur
  • Innbyggð greining með bókunartölfræði

ApplePay og GooglePay sem greiðsluvalkostir

Nú er hægt að bjóða viðskiptavinum að greiða beint með AppelPay eða GooglePay, hvort sem verið er að bóka meðferð í tímabókunarkerfinu, eða að versla í vefverslun.

Einfaldar og flýtir bæði bókunar- og greiðsluferli.

applepay
buy-buttons-black-small

Nú getur þú bókað Zoom eða Google Meet fjarfundi beint frá tímabókunarkerfinu.

Nú þegar mikil fjölgun á fjarfundum er kominn inn möguleiki í grunnkerfið að stilla þjónustu bæði sem Zoom, Google Meet eða Jitsi Meet fjarfund.

zoom
googlemeet
fundurfolk

Nú getur þú búið til sérsniðin “Zöpp”  sem tengir saman tímabókunarkerfið þitt og fullt af verkfærum og lausnum sem fyrirtækið þitt er að nota í dag.

zaiper
samtenging

Innifalið í grunnkerfi

Dagatal

  • Mánaðar,viku eða dagayfirlit á dagatali fyrir hvern þjónustuaðila/starfsmann
  • Mánaðar, viku eða dag val
  • Daglegt yfirlit á dagatali fyrir hvern þjónustaðila/starfsmann
  • Velja dag/daga
  • Yfirlit fyrir hvern starfsmann á dagatali
  • Hægt að skrá inn nýja bókun frá dagatali (afgreiðsla/starfsmaður)
  • Hægt að lagfæra/breyta bókuðum tíma
  • Hægt að breyta upplýsingum i bókun
  • Hægt að birta dagatal fyrir hvern starfsmann í framenda, þannig að viðskiptavinur geti skoðað tímaframboð áður en hann bókar.

Bókanir

  • Yfirlit yfir lausa tíma
  • Stillingarmörk
  • Hægt að flytja bókunarlista yfir í CSV skrá
  • Flokkun eftir ákveðnum forsendum (Bókunartími; Starfsfólk meðlimur; Nafn viðskiptavinar; Þjónusta; Lengd; Verð)
  • Hægt að sjá hvenær bókun var stofnuð
  • Afbóka tíma frá listanum

Starfsfólk

  • Skrá nýjan starfsmann
  • Setja starfsmann í geymslu (í tímabundnu fríi)
  • Eyða starfsmanni
  • Skipulag fyrir hvern starfsmann
  • Persónuupplýsingar og tengiliðaupplýsingar fyrir hvern starfsmann
  • Sér skilgreining fyrir hvern starfsmann
  • Mynd af starfsmanni
  • Tenging við Google calendar fyrir hvern starfsmann
  • Hægt að setja inn I-Calendar tengimöguleika
  • Sérstakur þjónustulisti fyrir hvern starfsmann
  • Hægt að vera með sérverð fyrir hvern starfsmann
  • Hægt að vera með sérstaka þjónuststillingar fyrir hvern starfsmann
  • Hægt að stilla sérstakan vinnutíma fyrir hvern starfsmann
  • Hægt að stilla sérstaklega hlé fyrir hvern starfsmann (hádegishlé og annað)
  • Hægt að stilla sérstaklega frídaga fyrir hvern starfsmann
  • Hægt sundurgreina starfsmenn i mismunandi hópa
  • Hægt að stilla hámarkstíma sem má bóka starfsmann, ef það er minna en viðverutími
  • Ótakmarkaður fjöldi af starfsmönnum

Þjónustur

  • Stofna flokk
  • Eyða flokki
  • Breyta titli á flokki
  • Stilla hvernig flokkar birtast
  • Stofna þjónustu
  • Eyða þjónustu
  • Breyta þjónustu
  • Stilla hvernig þjónusta birtist
  • Hægt að velja sérstaklan lit fyrir hverja þjónustu
  • Tímalengd á hverri þjónustu
  • Verð á hverri þjónustu
  • Tímalengd á hverri þjónustu
  • Lista yfir starfsmenn fyrir hverja þjónustu
  • Tengja þjónustu við flokk
  • Ótakmarkaður fjöldi af þjónustum

Viðskiptavinir

  • Búa til nýjan viðskiptavin
  • Lesa inn viðskiptamannalista
  • Eyða viðskiptavini
  • Breyta upplýsingum um viðskiptavin
  • Flokka eftir mismunandi upplýsingum
  • Yfirlit yfir bókanir og greiðslur fyrir hvern viðskiptavin
  • Flýtileit í viðskiptavinum
  • Skrá nýjan viðskiptavin beint frá dagatali

Stillingar

  • Stilla tímalengd
  • Lágmarkstími sem hægt að að bóka fyrir bókun (hægt að stilla pr. þjónustu)
  • Stilla hvað er hægt að bóka langt fram í tímann (hægt að stilla pr. þjónustu)
  • Möguleiki að stilla tíma í tímasvæði viðskiptavinar (ef hann er t.d. erlendis)
  • Stofna aðgang fyrir viðskiptavini
  • Vefsíða sem viðskiptavinur er sendur á ef hann afbókar URL
  • Vefsíða sem viðskiptavinur er sendur á þegar bókun er lokið URL
  • Tengiliðaupplýsingar um fyrirtækið
  • Logó fyrirtækis
  • Google calendar samtenging
  • Google calendar 2 way sync
  • Google calendar 1 way sync
  • Takmarka fjölda atburða sótta frá Google Calendar
  • Velja gjaldmiðil
  • Virkja / slökkva á afsláttarmiða
  • Uppsetning á greiðsluleiðum
  • Greiðsla á staðnum
  • Hægt að bjóða innáborgun/staðfestingargjald við pöntun (viðbót)
  • Netgreiðslur
  • Virkja / slökkva á tiltækum greiðsluaðferðum
  • Fjarlæga greiðslumöguleika í bókunarformi
  • Opnunartími fyrirtækis
  • Helgidagar
  • Árlegir helgidagar (stilling)

Greiningar og skýrslur

  • Greina heildarveltu fyrir valið tímabil greint á starfsmenn og þjónustu
  • Skoða fjölda afbókana og hvernig það skiptist á þjónustur og starfsmenn
  • Skoða hvernig bókanir fyrir mismunandi þjónustur skiptast á tímabil
  • Fullt af öðrum greiningarmöguleikum
  • Hægt að lesa gögn í CSV skrá og skoða í t.d. Excel

Viðbætur við grunnkerfi.

Mínar síður

Þarftu enn meiri sveigjanleika og leyfa viðskiptavinum þínum stjórna núverandi bókunum, hafa yfirlit yfir bókanir í fortíð og framtíð og prófílupplýsingum? Með Mínar síður viðbótinni verður tímabókunarkerfið að fullu GDPR samhæft og gerir notendum þínum kleift að stjórna gögnum sínum og bókunum á vefsíðunni þinni á persónulegum notendareikningi sínum. 

 

Viðskiptavinahópar

Ertu með mismunandi tegundir viðskiptavina? Viðskiptavinahópa viðbótin gerir þér kleift að búa til og stjórna viðskiptavinahópum. Með þessari viðbót geturðu raðað viðskiptavinum þínum í mismunandi flokka og sett reglur um bókunarferli, verðlagningu, afslætti og fleira.

Karfa

Viltu auka sölu þína á netinu enn meira? Með Körfu viðbótinni geta viðskiptavinir þínir bætt mörgum þjónustubókunum í körfuna. Það einfaldar kaupferlið og hvetur til að kaupa meira. Þú getur sérsniðið dálka og birt yfirlitsgögn körfu eins og þú vilt.  

Afslættir

Afslættir viðbótin gerir þér kleift að setja upp skilyrta afslætti sem verða notaðir í greiðsluferli ef bókunarupplýsingarnar passa við kröfur sem þú setur.

Sérstök svæði

Hægt að setja inn sérstök svæði og stilla hvort þau séu skilyrt eða ekki í bókunarferlinu ef á að láta viðskiptavin setja inn viðbótarupplýsingar í bókun. .  Hægt að vera með mismunandi svæði eftir meðferðum og hægt að birta viðbótar fyrirspurn byggt á fyrra svari.

Sem dæmi t.d. fyrir bílaverkstæði þar sem viðskiptavinur setur inn hvað á að gera við. Bremsur, (og þá hvað í bremsum), hjólabúnaður, vél osfv.  Meðferðaraðili getur látið fylla út nauðsynlegar upplýsingar um tilgang heimsóknar osfv.

 

Hópbókun

Hentar fyrir aðila sem bjóða bókun í hóptíma, þar sem margir þáttakendur eru í einum tíma, t.d. jógatímar, danstímar, námskeið, fyrirlestrar eða aðrar tímar þar sem er einn leiðbeinandi með mörgum þátttökundum. Viðskiptavinur getur bókað fleiri en einn þátttakanda í einni bókun. Það lokast fyrir bókun þegar fjölda þátttakanda er náð fyrir hvern tíma.

Auka þjónusta/vörur

Þessi möguleiki gerir kleift að bæta við vörum eða viðbótarþjónustu á hvern þjónustuþátt. T.d. ef viðskiptavinur er að panta naglaásetningu, er hægt að bjóða með  vörur sem tengjast þjónustunni, eða ef viðskiptavinur vill extra þjónustu og þá bætist við tíminn sem þessi viðbót tekur. Ef kerfið er að bóka fundarherbergi eða veislusal, væri hægt að vera með pöntun á veitingum sem aukaþjónusta, osfv…..

 

Staðsetning

Þessi viðbót hentar fyrir fyrirtæki sem eru á fleiri en einum stað, þá velur viðskiptavinurinn fyrst hvar hann ætlar að panta þjónustuna, t.d. er einn staður í Reykjavík og annar á Akureyri. Ekki eru neinar takmarkanir á því hvað er hægt að hafa margar staðsetningar.

 

Google Maps

Viltu draga úr útfyllingartíma í bókunarferlinu og auka viðskiptahlutfallið?  Google Maps Address viðbótin einfaldar ferlið við innslátt heimilisfangsgagna sem gerir þér kleift að nota sjálfvirka útfyllingarþjónustu Google Maps.

 

Advanced Google Calendar

Ertu að nota Google Calendar og vilt nýta möguleika þess ásamt tímabókunarkerfinu? Með Advanced Google Calendar viðbótinni færðu tvíhliða samstillingu á milli dagatals tímabókunarkerfisins og Google Calendar þannig að þú munt alltaf geta séð og stjórnað öllum bókunum í báðum dagatölum. 

 

Outlook dagatal

Outlook Calendar viðbót gerir þér kleift að fá fulla tvíhliða samstillingu á milli dagatals í tímabókunarkerfinu og Outlook Calendar.

 

Afsláttarkóðar / Gjafabréf

Þessi viðbót gefur möguleika á að útbúa afsláttarkóða sem viðskiptavinur getur notað í bókunarferlinu.  Gjafabréfakerfið virkar einnig með þessari viðbót og viðskiptavinur skráir inn gjafabréfakóðann í bókunarferlinu sem er þá greiðsla fyrir þjónustunni.

 

Sérstök stundaskrá fyrir þjónustu

Þessi viðbót gefur  kost á að setja sérstaka stundaskrá fyrir hverja þjónustu fyrir sig. Hentar vel ef einhverjar þjónustur eru einungis í boði hluta úr degi eða bara suma vinnudaga.

 

Sérstakir dagar

Þessi viðbót gefur starfsmanni kost á að stilla sérstaklega ef hann ætlar að vinna öðruvísi á ákveðnum degi/dögum.  Ef hann er t.d. venjulega að ljúka vinnudegi kl 17:00 en vill ákveðinn dag  opna fyrir bókanir til kl 19:00, eða bjóða uppá að opna bókanir á ákveðnum laugardegi.

 

Sérstakir tímar

Þessi viðbót gefur starfsmanni kost á að stilla sérstakt verð á þjónustu á ákveðnum dögum.  Hentar vel ef starfsmaður vill bjóða sérstakt verð á ákveðnum dögum t.d. milli 8 – 14  og vera með annað verð frá 14 – 17.  Hægt að stilla sérstaklega fyrir hvern vikudag, þjónustu og starfsmann.

 

Endurteknar bókanir

Ertu að bjóða þjónustu þar  sem viðskiptavinur kemur reglulega í heimsókn, eins og meðferð, nudd, kennsla, golfhermi og fleira? Með  endurteknum bókunum getur viðskiptavinurinn bókað þjónustuna fyrirfram, t.d. vikulega í einni bókun. Auðvelt að gera breytingar á  bókunarröðinni ef þarf að færa til daga eða annað.

 

Keðju bókun

Ef viðskiptavinur vill panta fleiri en eina þjónustu í sömu heimsókn hvort sem er hjá sama aðila eða sitthvorum, þá finnur kerfið samliggjandi tíma fyrir viðskiptavininn.

Fjölda bókun

Ef viðskiptavinur vill panta fleiri en eina þjónustu en ekki hafa þær í sömu heimsókn hvort sem er hjá sama aðila eða sitthvorum, þá finnur kerfið sérstakan tíma fyrir viðskiptavininn, á hverri þjónustu fyrir sig.  Athuga að ef þessi viðbót er notuð saman með  Körfuviðbót, þá er hægt að stilla að viðskiptavinur fái afslátt ef hann setur ákveðinn fjölda af meðferðum í körfuna.

Samtvinnuð þjónusta

Veitir þú þjónustu sem felur í sér tveir eða fleiri starfsmenn sem þurfa að vinna saman? Eða nota starfsmenn þínir samnýtt herbergi eða búnað sem þarf að hafa í huga í bókunarkerfinu þegar boðið er upp á lausa tíma til viðskiptavina?

Þessi viðbót gerir þér kleift að búa til, stjórna og selja flókna þjónustu þar sem þú þarft fleiri en einn starfsmann og sameiginlega hluti eins og búnað eða herbergi til að framkvæma þjónustuna. Með þessari viðbót getur viðskiptavinur bókað eina þjónustu og tímabókunarkerfið mun sjálfkrafa samræma starfsmenn og úrræði til að sýna lausa tíma, taka frá tíma fyrir viðskiptavininn, tilkynna öllum starfsmönnum og panta búnað eða herbergi, þegar þjónustan er bókuð .

Verkefni – viðtalsbeiðni

Veitir þú þjónustu sem þarf ekki að velja dag og tíma? Verkefni viðbótin gerir þér kleift að skipuleggja og halda lista yfir verkefni eða ótímasettar bókanir á skipulögð yfirlitssvæðinu þínu. Einnig ef þú vilt leyfa viðskiptavinum að óska eftir viðtali, án þess að hann geti fest tíma. Einfalt síðan fyrir þig að breyta viðtalsbeiðni yfir í tímasettan bókaðan tíma, kerfið sendir þá viðskiptavini staðfestinu á dagsetningunni í tölvupósti eða SMS.

Sveigjanlegur tími

Sveigjanlegur tími er viðbót sem gerir viðskiptavinum þínum kleift að ákveða hve lengi þeir vilja hafa bókan tíma. Ef þeir vilja lengri tíma en er boðið uppá staðlað eða panta ráðstefnuherbergi sem er lengri en sjálfgefinn þjónustutími – láttu þá velja!

Búðu til þjónustu með sveigjanlegum tíma og viðskiptavinir þínir munu geta valið lengd bókunarinnar í fyrsta skrefið. Verðið verður reiknað í samræmi við það.

Reikningar

Þessi viðbót gefur möguleika á að gefa út reikning og senda á viðskiptavin fyrir þjónustunni þegar hann bókar.

Þjónustueinkunn – umsögn

Þessi viðbót gefur möguleika á að leyfa viðskiptavini að gefa þjónustunni einkunn og umsögn ákveðinn tíma frá því að hann fékk þjónustuna. Umsögn og einkunn er einungs sýnileg fyrir stjórnanda í bakenda kerfisins. Umsögnin og einkuninn tengist við viðkomandi bókun, starfsmann og viðskiptavin.

Viðhengi

Þessi viðbót gefur möguleika á að setja inn viðhengi í bókunarferlinu. Hentar ef viðskiptavinur þarf að senda með einhverjar upplýsingar, eins og eyðublað, mynd eða annað viðhengi sem tengist bókuninni

Fyrirframgreiðsla

Bíður viðskiptavini að greiða staðfestingargjald inná þjónustuna þegar hann bókar. Hægt að velja fyrir hverja þjónustu hvort viðskiptavinur eigi að greiða staðfestingargjald, alla þjónustuna eða hafa val. Hægt að velja hvort heimila eigi sjálfvirka endurgreiðslu ef afbókað er innan skilgreindra tímamarka.

Biðlisti

Ertu að tapa viðskiptavinum vegna þess að þú ert yfirbókaður? Þegar þú ert að fullu bókaður, mun viðskiptavinurinn geta skráð sig á biðlista. Starfsmaður mun fá sjálfvirka tilkynningu þegar tími losnar til að bóka af biðlista.

Sérstakar stöður

Þessi viðbót gerir þér kleift að búa til sérstaka stöðu fyrir bókun. Hægt að láta kerfið framkvæma ákveðnar aðgerðir ef bókun er sett í ákveðna stöðu.  T.d. ef búin er til staða Veikindi starfsmanns,  er hægt að láta kerfið senda SMS og email tilkynningu á viðskiptavin til að upplýsa hann um breytta stöðu.

MailChimp

Þessi viðbót gerir þér kleift að tengja MailChimp beint við bókunarkerfið og bjóða viðskiptavini að skrá sig á póstlista í bókunarferlinu.  Nafn og netfang er þá skráð beint inní póstlistann þinn hjá MailChimp.

Pakkar

Þessi viðbót gerir þér kleift að búa til pakka fyrir þjónustu.  Hentar t.d. þegar viðskiptavinur er að koma oft í sömu þjónustuna, búa til pakka sem inniheldur t.d. 5 eða 10 skipti og hefur ákveðinn gildistíma.  Viðskiptavinur greiðir þá pakkann í byrjun og getur síðan bókað nýjan tíma í pakkanum.  Bæði einfalt að bóka nýjan tíma í bakenda, þegar viðskiptavinur er búinn í meðferð. Einnig fyrir viðskiptavini sem hafa aðgang að “Mínar síður”, geta bókað nýja dagsetningu í pakkanum sínum. Þegar búið er að nýta öll skiptin eða gildisdagsetning útrunnin, er ekki lengur hægt að bóka í pakkann.

Hafðu sambandi

Sendu okkur skilaboð

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt